„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2022 18:41 Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga. Hulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag. „Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“ Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35