Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 20:16 Kötturinn sem þjóðin elskar, Diego, varð fyrir bíl í gærmorgun og er nokkuð slasaður. Hulda Sigrún Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira