Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Stefán Ólafsson skrifar 26. nóvember 2022 15:01 Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Stefán Ólafsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun