Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 25. nóvember 2022 23:37 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52
Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44