Árin 1993 - 2009 var Jón lögreglumaður og varðstjóri hjá Sýslumanninum á Ísafirði og lögreglunni á Vestfjörðum.
Jón var framkvæmdastjóri Hvíldarkletts ehf. (síðar Iceland Pro-Fishing) 2009 - 2013, fyrirtækis í sjávartengdri ferðaþjónustu og framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2013 - 2021.
Jón er í dag fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra þar sem hann sinnir m.a. verkefnastjórn við framkvæmd stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum og hefur umsjón með Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna.
Þórhallur Ólafsson sem varð sjötugur á árinu, lætur af störfum hjá Neyðarlínunni um áramótin, en hann hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 1999 og leitt starfsemi og uppbyggingu 112 og Tetra kerfisins um land allt, en hann hlaut nýverið viðurkenningu frá viðbragðsaðilum í landinu fyrir frumkvöðlastarf í neyðarsímsvörun og uppbyggingu neyðar- og öryggisfjarskipta á Íslandi.