Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Snorri Másson skrifar 25. nóvember 2022 12:00 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar. Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar.
Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent