Mátturinn í hugviti mannkyns Hrund Gunnsteinsdóttir og Ísabella Ósk Másdóttir skrifa 25. nóvember 2022 11:00 Matur, kerfi og tilgangur Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru. Verð á mat hefur náð hæstu hæðum á þessu ári og fjöldi fólks sem býr við alvarlegt mataróöryggi hefur tvölfaldast frá árinu 2019, samkvæmt Alþjóðlegu Matvælastofnuninni. Við erum á umbreytingartímum og nú þarf að hugsa vel hvernig matkvælakerfi við viljum skapa. Styrkjum innlenda matvælaframleiðslu Við á Íslandi flytjum um helming af matvælum sem við neytum til landsins og „neyðarbirgðir á Íslandi eru sáralitlar,“ eins og fram kom í þætti Kveiks í síðasta mánuði. Í ljósi þess að við þurfum að auka árvekni um fæðuöryggi á Íslandi, tryggja að við verðum minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja innlenda matvælaframleiðslu, boðaði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, til fyrsta Matvælaþingsins hérlendis. Á sama tíma voru kynnt drög að nýrri matvælastefnu fyrir Ísland. Fulltrúar starfsgreina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla hérlendis komu saman í Hörpu og gáfu endurgjöf á drögin sem og veganesti inn í frekari þróun á þeim. Drög að matvælastefnu verða svo sett í samráðsgátt stjórnvalda, áður en unnin verður þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi. Sinn versti óvinur? Matvælabransinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum og á sama tíma sá iðnaður sem loftslagsbreytingar hafa hvað mest áhrif á. Við höfum þegar umbreytt um helmingi af íbúarhæfu landi á jörðinni í ræktarland eða nýtt það í beitingu búfjár. Rekja má um 80% af rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika til þess hvernig við nýtum náttúruna til framleiðslu matar og nýtingu búfjár. Segja má að alþjóðlegt matvælakerfi sé sinn versti óvinur. Það tekur á móti gjöfum jarðar um leið og það grefur hratt undan þeim auðlindum sem það reiðir sig á. Matvælakerfin verði hreyfiafl í átt að sjálfbærni En svona þarf matvælabransinn ekki að vera. Hægt er að búa svo um hnútana að framleiðsla, þróun og dreifing matvæla sé í sátt við þolmörk jarðar og um leið svari þörfum og eftirspurn fólks. Sem dæmi er gífurleg umframframleiðsla á óhollum mat, sem dregur úr heilsu fólks. Þar að auki sóum við um þriðjungi matvæla á heimsvísu. Á móti kemur að í matvælakerfunum okkar felast stærstu tækifærin til að leysa loftslagskrísuna, sérstaklega þegar kemur að bindingu kolefnis og notkun á grænni orku. Hér liggja fjölmörg tækifæri á Íslandi sem og í íslensku hugviti sem beita má um allan heim. Áherslan á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið markar leiðina Við hjá Festu fögnum áherslum á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í drögunum að matvælastefnu fyrir Ísland. Þar koma orðin sjálfbærni fyrir 29 sinnum og hringrásarhagkerfið 17 sinnum. Þetta er vísbending um réttan fókus. Á þinginu sjálfu kom það bersýnilega fram að í slíkum áherslum felast okkar stærstu tækifæri og áskoranir. Leiðarljós í rétta átt Við sjáum dæmi um slíkt hugvit í samstarfsverkefninu Orkídea á Suðurlandi, sem stuðlar að betri, grænni orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. VAXA, sem stundar lóðréttan landbúnað við framleiðslu á heilnæmum mat, káli og kryddjurtum, notar 90% minna vatn en hefðbundin utandyraræktun og notar ekkert skordýraeitur í sinni framleiðslu. Verandi er húð- og hárvöruframleiðandi sem endurvinnur og endurnýtir hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Á svipaðan hátt vinnur Gefn að því að skapa verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi frá vinnslu líffitu, um leið og CO2 er bundið í ferlið. Fyrirtæki eins og súkkulaðiframleiðandinn Omnom eru í fararbroddi þegar kemur að því að tryggja sjálfbærni í allri virðiskeðjunni og mannsæmandi kjör fyrir kakóbaunaframleiðendur. 10.000 ára jafnvægi raskað á einni mannsævi Í 10.000 ár hafa veðurkerfi jarðar verið í þónokkru jafnvægi. Sveiflast um 1 gráðu til eða frá á þeim langa tíma. Á einni mannsævi hefur okkur tekist að raska þessu mikilvæga jafnvægi sem hefur gert okkur kleift að áætla uppskerur, flutninga, ferðalög og viðskiptaplön svo lengi sem fólk man. Í dag hefur meðalhlýnun þegar náð 1.2 gráðu á celsíus. Færri en níu uppskeru- eða gróðursetningarlotur eru eftir til ársins 2030, þegar við ætlum okkur að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu, sem felur í sér að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun, miðað við upphaf iðnbyltingar. Hagkerfin eiga að þjóna fólki og náttúru, ekki öfugt Í bók sinni Value(s) skrifar Mark Carney, fyrrverandi Seðlabankastjóri Englands og Kanada um sögu hagkerfis okkar og hvetur okkur til að endurskoða skilgreiningu okkar á virði. Hann segir okkur hafa misst tilfinninguna fyrir virði náttúrunnar sem við reiðum okkur á til að keyra áfram hagkerfin okkar, skapa verðmæti og hreinlega lifa af. Hann vísar í Oscar Wilde þegar hann segir „við vitum verðið á öllu en virði einskis.“ Carney gerir að umræðuefni hversu hratt við göngum á auðlindir jarðar án þess að greiða kostnaðarverð fyrir eða hlúa að getu jarðar til að endurnýja krafta sína. Hann tekur Amazon regnskóginn sem dæmi, en hann gegnir lykilhlutverki í veður- og vistkerfum heims. Á fyrstu 2 mánuðum þessa árs, var tvisvar sinnum stærri hluti af Amazon regnskóginum jafnaður við jörðu en að meðaltali á ári, síðastliðin tíu ár. Carney segir okkur ekki skilja eða vita virði trés í regnskógum Amazon, en höfum á hreinu hvað timbur í búðarhillu kostar. Í panelumræðum hitti Stefán Jón Hafstein, fyrrum sendiherra Íslands hjá FAO og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, naglann á höfuðið þegar hann sagði að ,,hagkerfið þarf að þjóna matvælakerfinu, ekki öfugt.“ Þetta er spurning um forgangsröðun. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöð um sjálfbærniÍsabella Ósk Másdóttir, miðlunarstjóri Festu – miðstöð um sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Matur, kerfi og tilgangur Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru. Verð á mat hefur náð hæstu hæðum á þessu ári og fjöldi fólks sem býr við alvarlegt mataróöryggi hefur tvölfaldast frá árinu 2019, samkvæmt Alþjóðlegu Matvælastofnuninni. Við erum á umbreytingartímum og nú þarf að hugsa vel hvernig matkvælakerfi við viljum skapa. Styrkjum innlenda matvælaframleiðslu Við á Íslandi flytjum um helming af matvælum sem við neytum til landsins og „neyðarbirgðir á Íslandi eru sáralitlar,“ eins og fram kom í þætti Kveiks í síðasta mánuði. Í ljósi þess að við þurfum að auka árvekni um fæðuöryggi á Íslandi, tryggja að við verðum minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja innlenda matvælaframleiðslu, boðaði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, til fyrsta Matvælaþingsins hérlendis. Á sama tíma voru kynnt drög að nýrri matvælastefnu fyrir Ísland. Fulltrúar starfsgreina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla hérlendis komu saman í Hörpu og gáfu endurgjöf á drögin sem og veganesti inn í frekari þróun á þeim. Drög að matvælastefnu verða svo sett í samráðsgátt stjórnvalda, áður en unnin verður þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi. Sinn versti óvinur? Matvælabransinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum og á sama tíma sá iðnaður sem loftslagsbreytingar hafa hvað mest áhrif á. Við höfum þegar umbreytt um helmingi af íbúarhæfu landi á jörðinni í ræktarland eða nýtt það í beitingu búfjár. Rekja má um 80% af rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika til þess hvernig við nýtum náttúruna til framleiðslu matar og nýtingu búfjár. Segja má að alþjóðlegt matvælakerfi sé sinn versti óvinur. Það tekur á móti gjöfum jarðar um leið og það grefur hratt undan þeim auðlindum sem það reiðir sig á. Matvælakerfin verði hreyfiafl í átt að sjálfbærni En svona þarf matvælabransinn ekki að vera. Hægt er að búa svo um hnútana að framleiðsla, þróun og dreifing matvæla sé í sátt við þolmörk jarðar og um leið svari þörfum og eftirspurn fólks. Sem dæmi er gífurleg umframframleiðsla á óhollum mat, sem dregur úr heilsu fólks. Þar að auki sóum við um þriðjungi matvæla á heimsvísu. Á móti kemur að í matvælakerfunum okkar felast stærstu tækifærin til að leysa loftslagskrísuna, sérstaklega þegar kemur að bindingu kolefnis og notkun á grænni orku. Hér liggja fjölmörg tækifæri á Íslandi sem og í íslensku hugviti sem beita má um allan heim. Áherslan á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið markar leiðina Við hjá Festu fögnum áherslum á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í drögunum að matvælastefnu fyrir Ísland. Þar koma orðin sjálfbærni fyrir 29 sinnum og hringrásarhagkerfið 17 sinnum. Þetta er vísbending um réttan fókus. Á þinginu sjálfu kom það bersýnilega fram að í slíkum áherslum felast okkar stærstu tækifæri og áskoranir. Leiðarljós í rétta átt Við sjáum dæmi um slíkt hugvit í samstarfsverkefninu Orkídea á Suðurlandi, sem stuðlar að betri, grænni orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. VAXA, sem stundar lóðréttan landbúnað við framleiðslu á heilnæmum mat, káli og kryddjurtum, notar 90% minna vatn en hefðbundin utandyraræktun og notar ekkert skordýraeitur í sinni framleiðslu. Verandi er húð- og hárvöruframleiðandi sem endurvinnur og endurnýtir hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Á svipaðan hátt vinnur Gefn að því að skapa verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi frá vinnslu líffitu, um leið og CO2 er bundið í ferlið. Fyrirtæki eins og súkkulaðiframleiðandinn Omnom eru í fararbroddi þegar kemur að því að tryggja sjálfbærni í allri virðiskeðjunni og mannsæmandi kjör fyrir kakóbaunaframleiðendur. 10.000 ára jafnvægi raskað á einni mannsævi Í 10.000 ár hafa veðurkerfi jarðar verið í þónokkru jafnvægi. Sveiflast um 1 gráðu til eða frá á þeim langa tíma. Á einni mannsævi hefur okkur tekist að raska þessu mikilvæga jafnvægi sem hefur gert okkur kleift að áætla uppskerur, flutninga, ferðalög og viðskiptaplön svo lengi sem fólk man. Í dag hefur meðalhlýnun þegar náð 1.2 gráðu á celsíus. Færri en níu uppskeru- eða gróðursetningarlotur eru eftir til ársins 2030, þegar við ætlum okkur að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu, sem felur í sér að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun, miðað við upphaf iðnbyltingar. Hagkerfin eiga að þjóna fólki og náttúru, ekki öfugt Í bók sinni Value(s) skrifar Mark Carney, fyrrverandi Seðlabankastjóri Englands og Kanada um sögu hagkerfis okkar og hvetur okkur til að endurskoða skilgreiningu okkar á virði. Hann segir okkur hafa misst tilfinninguna fyrir virði náttúrunnar sem við reiðum okkur á til að keyra áfram hagkerfin okkar, skapa verðmæti og hreinlega lifa af. Hann vísar í Oscar Wilde þegar hann segir „við vitum verðið á öllu en virði einskis.“ Carney gerir að umræðuefni hversu hratt við göngum á auðlindir jarðar án þess að greiða kostnaðarverð fyrir eða hlúa að getu jarðar til að endurnýja krafta sína. Hann tekur Amazon regnskóginn sem dæmi, en hann gegnir lykilhlutverki í veður- og vistkerfum heims. Á fyrstu 2 mánuðum þessa árs, var tvisvar sinnum stærri hluti af Amazon regnskóginum jafnaður við jörðu en að meðaltali á ári, síðastliðin tíu ár. Carney segir okkur ekki skilja eða vita virði trés í regnskógum Amazon, en höfum á hreinu hvað timbur í búðarhillu kostar. Í panelumræðum hitti Stefán Jón Hafstein, fyrrum sendiherra Íslands hjá FAO og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, naglann á höfuðið þegar hann sagði að ,,hagkerfið þarf að þjóna matvælakerfinu, ekki öfugt.“ Þetta er spurning um forgangsröðun. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöð um sjálfbærniÍsabella Ósk Másdóttir, miðlunarstjóri Festu – miðstöð um sjálfbærni
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun