VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2022 08:47 Ragnar Þór Jónsson formaður VR sagði fyrir fund með forsætisráðherra í gær að með vaxtahækkun Seðlabankans væri ætlast til að vinnandi fólk greiddi fyrir eyðslu efsta lags samfélagsins. Vísir/Vilhelm VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent