Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 23:00 Brúðarkjóllinn var þungur eftir að aldan skall á hann, að sögn leiðsögumanns sem festi atvikið á filmu. Hún segir ferðamenn ganga skugglega langt að sjónum í fjörunni þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. skjáskot Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum. Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum.
Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira