Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 22:08 Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í sjávarútvegi í landinu. Vísir/Vilhelm Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. „Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu. Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
„Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu.
Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna