Gerðu sér vonir um að spila um verðlaun ef allt gengi upp en unnu svo mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 10:00 Norska liðið fagnar eftir sigurinn á því danska, 27-25, í úrslitaleik EM. epa/ANTONIO BAT Þórir Hergeirsson gerði sér vonir um að norska kvennalandsliðið í handbolta myndi spila um verðlaun á EM í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi enda höfðu fjórir lykilmenn helst úr lestinni frá síðasta stórmóti, HM 2022. Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir. EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir.
EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira