Fullt hús á frumsýningunni í Tallinn og fjórar stjörnur í hús Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 16:01 Ása Helga, Hera og Aníta. Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var frumsýnd með pompi og pragt á laugardag á PÖFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Fullt hús var á sýningunni. Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir myndinni sem byggð er á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Myndin er framleidd af þeim Birgittu Björnsdóttur og Skúla Fr. Malmquist fyrir Zik Zak og Vintage Pictures. Leikstjóri, framleiðandi og aðalleikkonurnar tvær, Aníta Briem og Hera Hilmarsdóttir fylgdu myndinni út. Frá vinstri: Ivo Felt, Edvinas Puksta, Inga Vares, Greta Varts, Eugen Tamberg, Aníta Briem, Gunnar Þorri Pétursson, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Hera Hilmarsdóttir, Antti Reikko, Oskari Huttu, Tuomas Klaavo, Kristín Anna Valtýsdóttir, Birgitta Björnsdóttir, Heiki Luts Ástarsagan með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum var frumsýnd hér á landi fyrr í haust og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Kvikmyndahátíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður - Evrópu og keppti Svar við bréfi Helgu í svokölluðum Baltic Competition flokki. Eftir sýninguna var Q&A með Ásu Helgu, Anítu, Heru og Birgittu Björnsdóttur framleiðanda. Birgitta Björnsdóttir svarar spurningum eftir sýninguna. Fyrsti dómur frá Tallin er kominn í hús þar sem myndin fær fjórar stjörnur. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson og fjallar um hinn unga bónda Bjarna sem verður ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau. Sagan gerist á Ströndum á fimmta áratug síðustu aldar. Hera var mynduð á hátíðinni ásamt kærasta sínum, Sam Keeley. Ása Helga skrifar jafnframt handritið ásamt þeim Bergsveini og Otto Geir Borg. Í öðrum hlutverkum eru Björn Thors, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Aníta Briem klæddist svartri dragt á svarta dreglinum í Tallin. Fleiri myndir frá frumsýningunni má finna í albúminu hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Eistland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. 26. október 2022 13:00 Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. 1. september 2022 15:38 Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir myndinni sem byggð er á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Myndin er framleidd af þeim Birgittu Björnsdóttur og Skúla Fr. Malmquist fyrir Zik Zak og Vintage Pictures. Leikstjóri, framleiðandi og aðalleikkonurnar tvær, Aníta Briem og Hera Hilmarsdóttir fylgdu myndinni út. Frá vinstri: Ivo Felt, Edvinas Puksta, Inga Vares, Greta Varts, Eugen Tamberg, Aníta Briem, Gunnar Þorri Pétursson, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Hera Hilmarsdóttir, Antti Reikko, Oskari Huttu, Tuomas Klaavo, Kristín Anna Valtýsdóttir, Birgitta Björnsdóttir, Heiki Luts Ástarsagan með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum var frumsýnd hér á landi fyrr í haust og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Kvikmyndahátíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður - Evrópu og keppti Svar við bréfi Helgu í svokölluðum Baltic Competition flokki. Eftir sýninguna var Q&A með Ásu Helgu, Anítu, Heru og Birgittu Björnsdóttur framleiðanda. Birgitta Björnsdóttir svarar spurningum eftir sýninguna. Fyrsti dómur frá Tallin er kominn í hús þar sem myndin fær fjórar stjörnur. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson og fjallar um hinn unga bónda Bjarna sem verður ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau. Sagan gerist á Ströndum á fimmta áratug síðustu aldar. Hera var mynduð á hátíðinni ásamt kærasta sínum, Sam Keeley. Ása Helga skrifar jafnframt handritið ásamt þeim Bergsveini og Otto Geir Borg. Í öðrum hlutverkum eru Björn Thors, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Aníta Briem klæddist svartri dragt á svarta dreglinum í Tallin. Fleiri myndir frá frumsýningunni má finna í albúminu hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Eistland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. 26. október 2022 13:00 Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. 1. september 2022 15:38 Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. 26. október 2022 13:00
Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. 1. september 2022 15:38
Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. 29. ágúst 2022 14:01