Lögreglumenn vilja betri búnað og heimildir Fjölnir Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Undanfarið ár hef ég oft komið fram í fjölmiðlum og skrifað greinar og pistla í dagblöð og félagsblað okkar lögreglumanna, Lögreglumanninn, um þær hættur sem stafa að þjóðfélaginu og lögreglumönnum sérstaklega. Í október 2021 benti ég á að lögreglumenn væru eina stéttin á Íslandi sem veruleg hætta væri á að myndu örkumlast eða látast í starfi. Þá höfðu skömmu áður bæði skot- og hnífaárásir verið framdar á landinu. Ég skrifaði svo um sömu mál í pistlum sem aðgengilegir eru á heimasíðu Landssambands lögreglumanna, bæði í apríl og okóber 2022. Á síðustu vikum og mánuðum hefur þessi staðreynd afhjúpast enn betur; starf lögreglumannsins verður sífellt hættulegra með hverri vikunni sem líður. Nýjar ógnir virðast steðja að samfélagi okkar með auknu ofbeldi og vopnaburði. Þessar ógnir snúa sérstaklega að lögreglumönnum sem heitið hafa því að framfylgja lögum og reglum í samfélaginu og verja stofnanir þess. Ein birtingarmynd þeirrar áhættu sem fylgir lögreglustarfinu er að lögreglumenn eru sú stétt á Íslandi sem verður fyrir flestum vinnuslysum á ársgrundvelli. Frá árinu 2016 hafa tilkynnt vinnuslys hjá lögreglu verið yfir eitt hundrað og voru flest, yfir 140, árið 2020. Undanfarnar vikur hefur krafa lögreglunnar um auknar rannsóknarheimildir og rafvarnarbúnað verið til umræðu í fjölmiðlum. Í mínum huga tengjast bæði þessi málefni öryggi okkar, slysatíðni og auknu álagi. Ég tel að rafvarnarvopn auki mjög öryggi lögreglumanna og almennings. Þessi krafa Landsambands lögreglumann er þó alls ekki ný af nálinni heldur kom hún fyrst fram árið 2007 og hefur verið haldið reglulega á lofti síðan með ýmsum hætti. Í landi eins og okkar, þar sem langt er á milli staða og oft bið eftir aðstoð annarra lögreglumanna, getur rafvarnarbúnaður reynst mikilvægt öryggistæki. Tölur frá breska heimavarnarráðuneytinu sýna að eftir að lögregla þar í landi fékk í hendur slíkan búnað hefur slysum bæði hjá lögreglumönnum, og á meðal þeirra sem lögregla þarf að hafa afskipti af, fækkað mikið. Sömu upplýsingar berast frá þeim norrænu ríkjum sem tekið hafa í notkun rafvarnarvopn. Ástæðan fyrir þessu er m.a. talin vera sú að með þeim er hægt er að yfirbuga hættulegt fólk úr meiri fjarlægð og þannig draga úr líkamlegum átökum. Flest slys á lögreglumönnum verða við handtökur. Það hefur sýnt sig að í 80% tilvika nægir að hóta notkun á rafvarnarvopni til að fólk fari að fyrirmælum lögreglu. Mörg þeirra sakamála sem lögreglan hefur fengist við undanfarin ár hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi og krefjast mikils mannafla; mannafla sem því miður er ekki alltaf tiltækur. Ég tel því einsýnt að með því að tryggja lögreglu auknar rannsóknarheimildir værum við að létta þann róður. Landssamband lögreglumanna sendi á síðasta ári bæði bréf til dómsmálaráðuneytis og til lögregluráðs þar sem það lýsti sig fylgjandi því að lögregla fái auknar heimildir til þess að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Auk þess hefur Landsambandið send inn jákvæða um sögn um frumvarp dómsmálaráðherra um afbrotavarnir. Í samtölum mínum við lögreglumenn undanfarnar vikur hef ég orðið þess áskynja að margir þeirra upplifa að í fjölmiðlum sé stjórnmálafólk og aðrir sérfræðingar að tjá sig um starf þeirra og þær hættur sem því fylgja án þess að hafa nokkra reynslu af þeim aðstæðum sem um ræðir. Lögreglumenn upplifa í hverjum mánuði hótanir um að þeim eða fjölskyldum þeirra verði unnið mein. Það er lögreglumönnum oft erfitt að hlusta á fólk úttala sig um hvernig best sé að lögreglumenn bregðist við hótunum, árásum og ógn sem það hefur aldrei þurft að standa frami fyrir sjálft. Þegar á hólminn er komið og tíminn naumur mega ýmsar afbrota- og þjóðfélagskenningar sín lítils í raunveruleikanum. Helstu ráð stjórnvalda við vanda lögreglunnar hafa verið tillögur um að fjölga lögreglumönnum. Það hefur því miður gengið illa. Frá 2007 til 2022 hefur lögreglumönnum fjölgað úr 712 í 758, með ýmsum sveiflum. Öllum ætti að vera ljóst þessi fjölgun er ekki í samræmi við þróun íbúafjölda eða aukinn straum ferðamanna til landsins. Árið 2007 voru landsmenn 312.872 en árið 2022 eru þeir 376.248. Þessu til viðbótar má nefna að árið 2007 voru fleiri menntaðir lögreglumenn við störf en í ár; 683 á móti 674. Þrátt fyrir stöðug loforð ráðamanna undanfarna áratugi hefur mistekist að fjölga menntuðum lögreglumönnum við störf. Ástæður fyrir því eru efni í annan pistil en ég held að þessi staðreynd sýni okkur að yfirvöld verða að láta lögreglu fá í hendur verkfæri, strax í dag, sem duga til að fást við það síbreytilega þjóðfélag sem við lifum í. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölnir Sæmundsson Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hef ég oft komið fram í fjölmiðlum og skrifað greinar og pistla í dagblöð og félagsblað okkar lögreglumanna, Lögreglumanninn, um þær hættur sem stafa að þjóðfélaginu og lögreglumönnum sérstaklega. Í október 2021 benti ég á að lögreglumenn væru eina stéttin á Íslandi sem veruleg hætta væri á að myndu örkumlast eða látast í starfi. Þá höfðu skömmu áður bæði skot- og hnífaárásir verið framdar á landinu. Ég skrifaði svo um sömu mál í pistlum sem aðgengilegir eru á heimasíðu Landssambands lögreglumanna, bæði í apríl og okóber 2022. Á síðustu vikum og mánuðum hefur þessi staðreynd afhjúpast enn betur; starf lögreglumannsins verður sífellt hættulegra með hverri vikunni sem líður. Nýjar ógnir virðast steðja að samfélagi okkar með auknu ofbeldi og vopnaburði. Þessar ógnir snúa sérstaklega að lögreglumönnum sem heitið hafa því að framfylgja lögum og reglum í samfélaginu og verja stofnanir þess. Ein birtingarmynd þeirrar áhættu sem fylgir lögreglustarfinu er að lögreglumenn eru sú stétt á Íslandi sem verður fyrir flestum vinnuslysum á ársgrundvelli. Frá árinu 2016 hafa tilkynnt vinnuslys hjá lögreglu verið yfir eitt hundrað og voru flest, yfir 140, árið 2020. Undanfarnar vikur hefur krafa lögreglunnar um auknar rannsóknarheimildir og rafvarnarbúnað verið til umræðu í fjölmiðlum. Í mínum huga tengjast bæði þessi málefni öryggi okkar, slysatíðni og auknu álagi. Ég tel að rafvarnarvopn auki mjög öryggi lögreglumanna og almennings. Þessi krafa Landsambands lögreglumann er þó alls ekki ný af nálinni heldur kom hún fyrst fram árið 2007 og hefur verið haldið reglulega á lofti síðan með ýmsum hætti. Í landi eins og okkar, þar sem langt er á milli staða og oft bið eftir aðstoð annarra lögreglumanna, getur rafvarnarbúnaður reynst mikilvægt öryggistæki. Tölur frá breska heimavarnarráðuneytinu sýna að eftir að lögregla þar í landi fékk í hendur slíkan búnað hefur slysum bæði hjá lögreglumönnum, og á meðal þeirra sem lögregla þarf að hafa afskipti af, fækkað mikið. Sömu upplýsingar berast frá þeim norrænu ríkjum sem tekið hafa í notkun rafvarnarvopn. Ástæðan fyrir þessu er m.a. talin vera sú að með þeim er hægt er að yfirbuga hættulegt fólk úr meiri fjarlægð og þannig draga úr líkamlegum átökum. Flest slys á lögreglumönnum verða við handtökur. Það hefur sýnt sig að í 80% tilvika nægir að hóta notkun á rafvarnarvopni til að fólk fari að fyrirmælum lögreglu. Mörg þeirra sakamála sem lögreglan hefur fengist við undanfarin ár hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi og krefjast mikils mannafla; mannafla sem því miður er ekki alltaf tiltækur. Ég tel því einsýnt að með því að tryggja lögreglu auknar rannsóknarheimildir værum við að létta þann róður. Landssamband lögreglumanna sendi á síðasta ári bæði bréf til dómsmálaráðuneytis og til lögregluráðs þar sem það lýsti sig fylgjandi því að lögregla fái auknar heimildir til þess að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Auk þess hefur Landsambandið send inn jákvæða um sögn um frumvarp dómsmálaráðherra um afbrotavarnir. Í samtölum mínum við lögreglumenn undanfarnar vikur hef ég orðið þess áskynja að margir þeirra upplifa að í fjölmiðlum sé stjórnmálafólk og aðrir sérfræðingar að tjá sig um starf þeirra og þær hættur sem því fylgja án þess að hafa nokkra reynslu af þeim aðstæðum sem um ræðir. Lögreglumenn upplifa í hverjum mánuði hótanir um að þeim eða fjölskyldum þeirra verði unnið mein. Það er lögreglumönnum oft erfitt að hlusta á fólk úttala sig um hvernig best sé að lögreglumenn bregðist við hótunum, árásum og ógn sem það hefur aldrei þurft að standa frami fyrir sjálft. Þegar á hólminn er komið og tíminn naumur mega ýmsar afbrota- og þjóðfélagskenningar sín lítils í raunveruleikanum. Helstu ráð stjórnvalda við vanda lögreglunnar hafa verið tillögur um að fjölga lögreglumönnum. Það hefur því miður gengið illa. Frá 2007 til 2022 hefur lögreglumönnum fjölgað úr 712 í 758, með ýmsum sveiflum. Öllum ætti að vera ljóst þessi fjölgun er ekki í samræmi við þróun íbúafjölda eða aukinn straum ferðamanna til landsins. Árið 2007 voru landsmenn 312.872 en árið 2022 eru þeir 376.248. Þessu til viðbótar má nefna að árið 2007 voru fleiri menntaðir lögreglumenn við störf en í ár; 683 á móti 674. Þrátt fyrir stöðug loforð ráðamanna undanfarna áratugi hefur mistekist að fjölga menntuðum lögreglumönnum við störf. Ástæður fyrir því eru efni í annan pistil en ég held að þessi staðreynd sýni okkur að yfirvöld verða að láta lögreglu fá í hendur verkfæri, strax í dag, sem duga til að fást við það síbreytilega þjóðfélag sem við lifum í. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun