Önnur Bob-skipti hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 14:55 Bob Chapek hafði stýrt Disney-skútunni í tæpt ár þegar honum var sagt upp í gær. Getty/Michael Buckner Stjórn Disney tilkynnti í gær að Bob Chapek, forstjóra, hefði verið sagt upp störfum. Í stað hans yrði Bob Iger, fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi stjórnarformaður, ráðinn aftur til starfa. Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney. Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney.
Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira