Eingreiðsla til öryrkja Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun