Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna, þér er boðið Þóra Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 07:00 Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar