Hann hóf að leika fyrir aðallið Palmeiras í október á þessu ári og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu sex aðalliðsleikjum sínum en Endrick skoraði 165 mörk í 169 leikjum fyrir yngri lið Palmeiras áður en hann var kallaður upp í aðalliðið.
Faðir kappans segir franska stórveldið PSG vera eina félagið úr Evrópu sem sé búið að setja sig í samband við Palmeiras en hann viti til þess að fleiri stór lið úr Evrópu hafi áhuga á að klófesta son sinn.
Endrick's father Douglas: "Paris Saint-Germain are the only club that opened negotiations with Palmeiras with an official proposal, as things stand". #PSG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 19, 2022
"There are many club from different countries keen on signing him. PSG have already moved", tells Canal do Nicola. pic.twitter.com/X3wuvptRQP
Í Brasilíu er strax byrjað að líkja Endrick við markahrókana Romario og Ronaldo en líkt og margir af bestu knattspyrnumönnum Brasilíu í gegnum tíðina kemur Endrick úr sárafátækt.