„Sérstaklega stoltur af hugarfarinu“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. nóvember 2022 17:24 Arnar Þór Viðarsson. vísir/Getty Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði liði sínu í hástert eftir að hafa tryggt sér Eystrasaltsbikarinn með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni ytra í dag. „Alltaf gaman að vinna bikar. Ætli það séu ekki 30 ár síðan maður vann bikar síðast. Við erum stoltir af því að hafa tekið þátt og unnið. Við kláruðum þennan leik í dag með sæmd og mér fannst við spila mjög vel. Það er ótrúlegt að þetta hafi þurft að fara í vítaspyrnukeppni; við fengum mörg færi til að klára leikinn,“ sagði Arnar í leikslok. Ísland vann báði leiki sína eftir vítaspyrnukeppni í mótinu en þetta var í fyrsta sinn sem íslenska liðið tekur þátt í keppninni. „Þetta er ný reynsla. Ég hef ekki áður farið í vítaspyrnukeppni sem þjálfari. Maður getur svosem ekki gert mikið en strákarnir voru mjög öruggir í öllum þessum vítum, bæði í dag og á miðvikudag. Þetta snýst um að einbeiting og hugarfar sé í lagi. Þú sást á þessum vítum að leikmennirnir vildu vinna þessa keppni.“ Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 en Arnar Þór vildi meina að íslenska liðið hefði hæglega geta unnið leikinn á 90 mínútum. „Ég er mjög sáttur við leikinn í dag, á erfiðum velli. Strákarnir héldu góðri einbeitingu og það var góð orka. Það var ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir þennan leik en strákarnir gerðu það vel. Það má líka nefna að lettneska sambandið gerði vel í að halda vellinum leikhæfum við erfiðar aðstæður.“ Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Lettland - Ísland 8-9 | Ísland tryggði sér Eystrasaltsbikarinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér sigur í Eystrasaltsbikarnum með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni í leik sem var að ljúka. Patrik Sigurður Gunnarsson varði spyrnu Letta í áttundu umferð vítakeppninnar og tryggði sigurinn. 19. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
„Alltaf gaman að vinna bikar. Ætli það séu ekki 30 ár síðan maður vann bikar síðast. Við erum stoltir af því að hafa tekið þátt og unnið. Við kláruðum þennan leik í dag með sæmd og mér fannst við spila mjög vel. Það er ótrúlegt að þetta hafi þurft að fara í vítaspyrnukeppni; við fengum mörg færi til að klára leikinn,“ sagði Arnar í leikslok. Ísland vann báði leiki sína eftir vítaspyrnukeppni í mótinu en þetta var í fyrsta sinn sem íslenska liðið tekur þátt í keppninni. „Þetta er ný reynsla. Ég hef ekki áður farið í vítaspyrnukeppni sem þjálfari. Maður getur svosem ekki gert mikið en strákarnir voru mjög öruggir í öllum þessum vítum, bæði í dag og á miðvikudag. Þetta snýst um að einbeiting og hugarfar sé í lagi. Þú sást á þessum vítum að leikmennirnir vildu vinna þessa keppni.“ Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 en Arnar Þór vildi meina að íslenska liðið hefði hæglega geta unnið leikinn á 90 mínútum. „Ég er mjög sáttur við leikinn í dag, á erfiðum velli. Strákarnir héldu góðri einbeitingu og það var góð orka. Það var ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir þennan leik en strákarnir gerðu það vel. Það má líka nefna að lettneska sambandið gerði vel í að halda vellinum leikhæfum við erfiðar aðstæður.“ Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Lettland - Ísland 8-9 | Ísland tryggði sér Eystrasaltsbikarinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér sigur í Eystrasaltsbikarnum með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni í leik sem var að ljúka. Patrik Sigurður Gunnarsson varði spyrnu Letta í áttundu umferð vítakeppninnar og tryggði sigurinn. 19. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Umfjöllun: Lettland - Ísland 8-9 | Ísland tryggði sér Eystrasaltsbikarinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér sigur í Eystrasaltsbikarnum með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni í leik sem var að ljúka. Patrik Sigurður Gunnarsson varði spyrnu Letta í áttundu umferð vítakeppninnar og tryggði sigurinn. 19. nóvember 2022 16:54