Samlegðaráhrif af COP27 Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2022 09:30 Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar)
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun