Öruggir sigrar hjá Svíum og Hollendingum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 18:30 Sænska liðið missti af sæti í undanúrslitum. Vísir/Getty Svíar og Hollendingar unnu örugga sigra í leikjum sínum í lokaumferð milliriðla á Evrópumótinu í handknattleik. Hvorugt liðið á möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti