Tími aðgerða er kominn Haraldur Hallgrímsson skrifar 16. nóvember 2022 16:31 Það er yfirþyrmandi en um leið magnað að sækja COP27 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Hér eru staddir fulltrúar allra þjóða til þess að ná samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið er alþjóðlegt, enda er andrúmsloftið sameign okkar allra og fer yfir landamæri án þess að spyrja kóng eða prest. Framvísar ekki einu sinni vegabréfi. Áskoranir og aðstæður eru mismunandi eftir þjóðum, landsvæðum og atvinnugreinum, en eitt er ljóst: við þurfum öll að grípa til tafarlausra aðgerða. Nú er kominn tími til að gera það sem þarf til að hefta losun og koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar á loftslaginu. Við erum öll sammála um markmiðið og vitum leiðina að því. Hún felst í því að bylta öllu orkukerfi heimsins og hætta að nota bensín, kol og olíu. Í staðinn þurfum við endurnýjanlega orku. Þetta er viðamikið verkefni og ekki einfalt, en það er skýrt. Við Íslendingar erum komnir lengra en flestar aðrar þjóðir í orkuskiptum. Það er ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi, heldur ætti þessi staðreynd miklu frekar að hvetja okkur til dáða. Á teikniborðinu eru ýmsir grænir virkjunarkostir og fjölmörg verkefni sem stuðla að raf- og rafeldsneytisvæðingu þess hluta orkukerfisins sem ennþá gengur fyrir bensíni og olíu. Við þurfum að velja okkur verkefni og framkvæma þau. Núna, ekki seinna. Við erum í dauðafæri til að klára dæmið og verða fyrsta þjóðin í heiminum til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Við þurfum bara að láta verkin tala. Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er yfirþyrmandi en um leið magnað að sækja COP27 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Hér eru staddir fulltrúar allra þjóða til þess að ná samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið er alþjóðlegt, enda er andrúmsloftið sameign okkar allra og fer yfir landamæri án þess að spyrja kóng eða prest. Framvísar ekki einu sinni vegabréfi. Áskoranir og aðstæður eru mismunandi eftir þjóðum, landsvæðum og atvinnugreinum, en eitt er ljóst: við þurfum öll að grípa til tafarlausra aðgerða. Nú er kominn tími til að gera það sem þarf til að hefta losun og koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar á loftslaginu. Við erum öll sammála um markmiðið og vitum leiðina að því. Hún felst í því að bylta öllu orkukerfi heimsins og hætta að nota bensín, kol og olíu. Í staðinn þurfum við endurnýjanlega orku. Þetta er viðamikið verkefni og ekki einfalt, en það er skýrt. Við Íslendingar erum komnir lengra en flestar aðrar þjóðir í orkuskiptum. Það er ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi, heldur ætti þessi staðreynd miklu frekar að hvetja okkur til dáða. Á teikniborðinu eru ýmsir grænir virkjunarkostir og fjölmörg verkefni sem stuðla að raf- og rafeldsneytisvæðingu þess hluta orkukerfisins sem ennþá gengur fyrir bensíni og olíu. Við þurfum að velja okkur verkefni og framkvæma þau. Núna, ekki seinna. Við erum í dauðafæri til að klára dæmið og verða fyrsta þjóðin í heiminum til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Við þurfum bara að láta verkin tala. Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar