Tími aðgerða er kominn Haraldur Hallgrímsson skrifar 16. nóvember 2022 16:31 Það er yfirþyrmandi en um leið magnað að sækja COP27 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Hér eru staddir fulltrúar allra þjóða til þess að ná samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið er alþjóðlegt, enda er andrúmsloftið sameign okkar allra og fer yfir landamæri án þess að spyrja kóng eða prest. Framvísar ekki einu sinni vegabréfi. Áskoranir og aðstæður eru mismunandi eftir þjóðum, landsvæðum og atvinnugreinum, en eitt er ljóst: við þurfum öll að grípa til tafarlausra aðgerða. Nú er kominn tími til að gera það sem þarf til að hefta losun og koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar á loftslaginu. Við erum öll sammála um markmiðið og vitum leiðina að því. Hún felst í því að bylta öllu orkukerfi heimsins og hætta að nota bensín, kol og olíu. Í staðinn þurfum við endurnýjanlega orku. Þetta er viðamikið verkefni og ekki einfalt, en það er skýrt. Við Íslendingar erum komnir lengra en flestar aðrar þjóðir í orkuskiptum. Það er ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi, heldur ætti þessi staðreynd miklu frekar að hvetja okkur til dáða. Á teikniborðinu eru ýmsir grænir virkjunarkostir og fjölmörg verkefni sem stuðla að raf- og rafeldsneytisvæðingu þess hluta orkukerfisins sem ennþá gengur fyrir bensíni og olíu. Við þurfum að velja okkur verkefni og framkvæma þau. Núna, ekki seinna. Við erum í dauðafæri til að klára dæmið og verða fyrsta þjóðin í heiminum til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Við þurfum bara að láta verkin tala. Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er yfirþyrmandi en um leið magnað að sækja COP27 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Hér eru staddir fulltrúar allra þjóða til þess að ná samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið er alþjóðlegt, enda er andrúmsloftið sameign okkar allra og fer yfir landamæri án þess að spyrja kóng eða prest. Framvísar ekki einu sinni vegabréfi. Áskoranir og aðstæður eru mismunandi eftir þjóðum, landsvæðum og atvinnugreinum, en eitt er ljóst: við þurfum öll að grípa til tafarlausra aðgerða. Nú er kominn tími til að gera það sem þarf til að hefta losun og koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar á loftslaginu. Við erum öll sammála um markmiðið og vitum leiðina að því. Hún felst í því að bylta öllu orkukerfi heimsins og hætta að nota bensín, kol og olíu. Í staðinn þurfum við endurnýjanlega orku. Þetta er viðamikið verkefni og ekki einfalt, en það er skýrt. Við Íslendingar erum komnir lengra en flestar aðrar þjóðir í orkuskiptum. Það er ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi, heldur ætti þessi staðreynd miklu frekar að hvetja okkur til dáða. Á teikniborðinu eru ýmsir grænir virkjunarkostir og fjölmörg verkefni sem stuðla að raf- og rafeldsneytisvæðingu þess hluta orkukerfisins sem ennþá gengur fyrir bensíni og olíu. Við þurfum að velja okkur verkefni og framkvæma þau. Núna, ekki seinna. Við erum í dauðafæri til að klára dæmið og verða fyrsta þjóðin í heiminum til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Við þurfum bara að láta verkin tala. Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun