Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2022 12:25 Ása Berglind, bæjarfulltrúi í Ölfusi og íbúi í Þorlákshöfn, segir fyrirliggjandi að áform Heidelberg Materíal, sem felast í mikilli efnisvinnslu og útflutningi frá Þorlákshöfn, muni umturna bæjarbragnum og að hagsmunir íbúa verði fyrir borð bornir. Á myndinni má sjá hvernig búast megi við að verksmiðjan líti út. vísir/egill Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. Íbúar fjölmenntu á fundinn og að sögn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, sem búsett er í Þorlákshöfn, var mikið spurt og sýndu sig verulegar áhyggjur meðal fundarmanna. Ása Berglind, sem er fulltrúi H-lista í Ölfusi hefur verið afar gagnrýnin á þessi áform og kom þeim í raun á dagskrá. Vísir hefur fjallað ítarlega um það hvað stendur fyrir dyrum. Í kjölfar fundarins efndu andstæðingar áformanna til undirskriftarsöfnunar á netinu þar sem téðum fyrirætlunum er mótmælt undir yfirskriftinni „Enga jarðefnaverksmiðju í Þorlákshöfn“. Ása Berglind skrifar þar undir og gerir grein fyrir afstöðu sinni með orðunum: „Ég skrifa undir vegna þess að ég vil ekki sjá það að fá risavaxna jarðefnaverksmiðju í Þorlákshöfn með tilheyrandi þungaumferð. Ég treysti því ekki að við íbúarnir fáum að eiga lokaorðið og vill ekki að starfsfólk sveitarfélagsins eyði meiri tíma í þetta heldur en orðið er, en verkefnið er búið að vera í undirbúningi í 2-3 ár.“ Heidelberg lofar því að reynast góður granni Í grein sem Ása Berglind skrifar ásamt Hrafnhildi Lilju Harðardóttur og birta á Vísi fara þær nánar í saumana á málinu eins og það horfir við þeim. En í samtali við Vísi á ágúst sagði Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, að fyrirtækið ætlaði sér sannarlega að reynast góður granni. Þó vitaskuld væri ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Ljósmynd úr bæklingi sem Heidelberg dreifði meðal íbúa Þorlákshafnar. Nokkurn veginn svona er gert ráð fyrir að verksmiðjan líti út en hún mun vissulega setja sitt mark á Þorlákshöfn. Íbúar hafa látið í ljósi áhyggjur af því að starfseminni muni fylgja veruleg mengun, hávaði og umferð.aðsend „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ sagði Þorsteinn í ágúst. En íbúafundurinn er einmitt liður í því að semja frið um málið en áður en til fundarins kom hafði fyrirtækið dreift bæklingi í hvert hús bæjarins þar sem greint var lauslega frá því hvað verkefnið hefði í för með sér fyrir bæjarfélagið. Segja blasa við að hagsmunir íbúa verði fyrir borð bornir Þær Ása Berglind og Hrafnhildur trúa því hins vegar varlega að Heidelberg muni reynast eins góður granni og Þorsteinn lofar og vilja gjalda varhug við áformunum. „Óhætt er að segja að þær upplýsingar sem fram komu á fundinum voru ekki til þess fallnar að kveða niður áhyggjuraddir. Heidelberg sér til að mynda ekki fyrir sér að gerlegt sé að færa verksmiðjuna annað hér í Ölfusi enda starfsemin þess eðlis að hún þarf að vera við höfnina vegna kostnaðar við að flytja fullunnið efnið langar vegalengdir og hefur Heidelberg þegar verið úthlutað síðustu lóðum við höfnina. Fundurinn í gærkvöldi var fjölsóttur og að sögn þeirra Ásu Berglindar og Hrafnhildar Lilju komu þar fram áhyggjuraddir um hvaða afleiðingar fyrirætlanirnar muni hafa á bæjarfélagið.aðsend Því er ljóst að fyrirtækið hefur ekki áform um annað en að reisa verksmiðjuna á umræddum lóðum, við höfnina og bæjarmörkin, við vinsælt útivistarsvæði íbúa og gesta, við golfvöllinn og nánast ofan í íbúabyggð,“ segir meðal annars í greininni. Þær Ása Berglind og Hrafnhildur Lilja segja jafnframt að engin atvinnutækifæri skorti í Ölfusi, þau séu svo mörg að ekki takist að manna þau störf sem til falla. Og þá þykir þeim yfirlýsing D-lista, sem í meirihluta sitja, þess efnis að ekki komi til greina að fórna hagsmunum íbúa undarleg í ljósi þess að fyrirtækinu hafi þegar verið úthlutað lóðum undir starfsemina. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef af verður verði hagsmunum íbúa fórnað, þó ekki sé nema vegna umhverfisslyssins sem sjálf byggingin er og staðsetning hennar, sárum sem mokstur fjalla munu skilja eftir sig í Þrengslum og ónæðinu af flutningi efnisins ofan úr Þrengslum fyrir íbúa.“ Ölfus Stóriðja Samgöngur Skipulag Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Áskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð. 16. nóvember 2022 12:09 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Íbúar fjölmenntu á fundinn og að sögn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, sem búsett er í Þorlákshöfn, var mikið spurt og sýndu sig verulegar áhyggjur meðal fundarmanna. Ása Berglind, sem er fulltrúi H-lista í Ölfusi hefur verið afar gagnrýnin á þessi áform og kom þeim í raun á dagskrá. Vísir hefur fjallað ítarlega um það hvað stendur fyrir dyrum. Í kjölfar fundarins efndu andstæðingar áformanna til undirskriftarsöfnunar á netinu þar sem téðum fyrirætlunum er mótmælt undir yfirskriftinni „Enga jarðefnaverksmiðju í Þorlákshöfn“. Ása Berglind skrifar þar undir og gerir grein fyrir afstöðu sinni með orðunum: „Ég skrifa undir vegna þess að ég vil ekki sjá það að fá risavaxna jarðefnaverksmiðju í Þorlákshöfn með tilheyrandi þungaumferð. Ég treysti því ekki að við íbúarnir fáum að eiga lokaorðið og vill ekki að starfsfólk sveitarfélagsins eyði meiri tíma í þetta heldur en orðið er, en verkefnið er búið að vera í undirbúningi í 2-3 ár.“ Heidelberg lofar því að reynast góður granni Í grein sem Ása Berglind skrifar ásamt Hrafnhildi Lilju Harðardóttur og birta á Vísi fara þær nánar í saumana á málinu eins og það horfir við þeim. En í samtali við Vísi á ágúst sagði Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, að fyrirtækið ætlaði sér sannarlega að reynast góður granni. Þó vitaskuld væri ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Ljósmynd úr bæklingi sem Heidelberg dreifði meðal íbúa Þorlákshafnar. Nokkurn veginn svona er gert ráð fyrir að verksmiðjan líti út en hún mun vissulega setja sitt mark á Þorlákshöfn. Íbúar hafa látið í ljósi áhyggjur af því að starfseminni muni fylgja veruleg mengun, hávaði og umferð.aðsend „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ sagði Þorsteinn í ágúst. En íbúafundurinn er einmitt liður í því að semja frið um málið en áður en til fundarins kom hafði fyrirtækið dreift bæklingi í hvert hús bæjarins þar sem greint var lauslega frá því hvað verkefnið hefði í för með sér fyrir bæjarfélagið. Segja blasa við að hagsmunir íbúa verði fyrir borð bornir Þær Ása Berglind og Hrafnhildur trúa því hins vegar varlega að Heidelberg muni reynast eins góður granni og Þorsteinn lofar og vilja gjalda varhug við áformunum. „Óhætt er að segja að þær upplýsingar sem fram komu á fundinum voru ekki til þess fallnar að kveða niður áhyggjuraddir. Heidelberg sér til að mynda ekki fyrir sér að gerlegt sé að færa verksmiðjuna annað hér í Ölfusi enda starfsemin þess eðlis að hún þarf að vera við höfnina vegna kostnaðar við að flytja fullunnið efnið langar vegalengdir og hefur Heidelberg þegar verið úthlutað síðustu lóðum við höfnina. Fundurinn í gærkvöldi var fjölsóttur og að sögn þeirra Ásu Berglindar og Hrafnhildar Lilju komu þar fram áhyggjuraddir um hvaða afleiðingar fyrirætlanirnar muni hafa á bæjarfélagið.aðsend Því er ljóst að fyrirtækið hefur ekki áform um annað en að reisa verksmiðjuna á umræddum lóðum, við höfnina og bæjarmörkin, við vinsælt útivistarsvæði íbúa og gesta, við golfvöllinn og nánast ofan í íbúabyggð,“ segir meðal annars í greininni. Þær Ása Berglind og Hrafnhildur Lilja segja jafnframt að engin atvinnutækifæri skorti í Ölfusi, þau séu svo mörg að ekki takist að manna þau störf sem til falla. Og þá þykir þeim yfirlýsing D-lista, sem í meirihluta sitja, þess efnis að ekki komi til greina að fórna hagsmunum íbúa undarleg í ljósi þess að fyrirtækinu hafi þegar verið úthlutað lóðum undir starfsemina. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef af verður verði hagsmunum íbúa fórnað, þó ekki sé nema vegna umhverfisslyssins sem sjálf byggingin er og staðsetning hennar, sárum sem mokstur fjalla munu skilja eftir sig í Þrengslum og ónæðinu af flutningi efnisins ofan úr Þrengslum fyrir íbúa.“
Ölfus Stóriðja Samgöngur Skipulag Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Áskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð. 16. nóvember 2022 12:09 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23
Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42
Áskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð. 16. nóvember 2022 12:09