„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“ Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 16. nóvember 2022 10:30 Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum. Þó þróunin hafi verið hröð að undanförnu eru margir tvístígandi yfir þessum breytingum, telja þær jafnvel óþarfar og tengja þessar breytingar við pólitískan rétttrúnað. Höskuldur Þráinsson prófessor emeritus í íslensku nútímamáli sagði í viðtali við Ísland í dag að það sé ekki einfalt verk að gera íslenskuna kynhlutlausa og að vert sé að velta því fyrir sér hvort eitthvert gagn sé af því að venja sig á að segja „öll velkomin“ ef karlkynið er út um allt í tungumálinu í almennri hlutlausri merkingu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um íslenskt mál og má sjá innslagið hér að ofan. „Þetta er ekki eins einfalt og stundum er látið í veðri vaka, þetta er alls staðar í tungumálinu, þessi notkun karlkynsins,“ segir Höskuldur. Hann segir eitt af einkennum íslenskunnar vera að málfræðilegt karlkyn sé notað í kynhlutlausri merkingu og að málfræðilega sé tungumálið frekar karlkyns-lægt en að samfélagið sé karlægt. Konur eru vissulega konum bestar. En smá pæling - þó setningin sé „enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta” var þá ekki hægt að gera hana meira aðgengilega fyrir fleiri með t.d „öll” því það hefur sýnt sig að hvernig við notum tungumálið skiptir máli ❤️— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) September 25, 2022 Upp á síðkastið hefur borið meira á því að kynhlutlaust mál sé notað, til dæmis í auglýsingum, í þingsal, á samfélagsmiðlum og fleira. Höskuldur segir að umræðan á samfélagsmiðlum geti verið einsleit og öfgakennd hvað þetta varðar og að hann hafi tekið eftir því að sumir ráðamenn þori ekki að segja „allir velkomnir“ af hræðslu við að almenningur telji þá vera á móti jafnrétti. Erfitt að breyta tungumálinu með handafli Höskuldur segir að það sé flókið að breyta einhverju sem er partur af kerfinu en að þó sé ýmislegt í málnotkun sem hægt er að breyta og að einfalt sé að skipta út einstökum orðum. Þó geti reynst erfitt að afmá karlkynið úr tungumálinu og að máltilfinning okkar vefjist fyrir. „Það er mjög erfitt að breyta þessu með handafli eins og stundum er sagt vegna þess að hinn venjulegi málnotandi, og meira að segja málfræðingar líka, vita ekki alveg hvar þetta kemur fram,“ segir hann og bætir við að taka þurfi máltilfinninguna úr sambandi til þess að skipta út karlkyni fyrir hvorugkyn. Hann segir að margir málfræðingar séu þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að segja „öll“ því „allir“ hafi almenna kynhlutlausa merkingu. Þriðja kynskráningin hraðar þróun tungumálsins Þjóðskrá opnaði fyrir möguleikann á skráningunni „kynsegin/annað“ í byrjun árs 2021 en kveðið var á um heimild til hlutlausrar skráningar kyns með lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi 6. júlí 2019. Tótla Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir að í kjölfarið á þriðju kynskráningunni hafi umræðan um kynhlutlaust mál orðið háværari. „Þegar þú ert stöðugt að rekast á það í samfélaginu að það er ekki gert ráð fyrir þér, að þú tilheyrir ekki í samfélaginu þá verður það sárt,“ segir hún um upplifun kynsegin einstaklinga af tungumálinu. Tótla segir að þau skynji það að fleiri séu farnir að leggja sig fram við að nota kynhlutlaust mál og að málvenjur séu smám saman að breytast. Hún segir að hugsunarleysi hjá fólki ráði oft för og að fólk átti sig ekki á því að það séu fleiri hópar. HALLÓ hvað fer í taugarnar á mér að heyra "allir velkomnir" í útvarpinu. Af hverju eru ÖLL ekki bara velkomin? er það sársaukafullt?— Vala ☕️ (@valawaldorf) May 12, 2022 ég hef reynt að venja mig á þá málvenju að vísa til hvoukyns ft. þegar ég ávarpa hóp fólks af fleiri en einu kyni:Mörg segja-í stað margir segjaeru ekki öll hress? -í stað allir hressirosfrvfinnst það að mestu leiti ganga upp og tilgerðarlaust— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) July 24, 2022 Rétta leiðin ekki að skamma fólk Að sögn Tótlu er árangursríkast að knýja fram breytingar með samtölum og að öfgar í umræðunni þjóni ekki tilgangi. „Við erum alltaf að tala um að það við viljum samtöl um hlutina og ég held að það sé alltaf árangursríkasta leiðin, frekar heldur en að skamma fólk,“ segir Tótla. Þá sé mikilvægt að reyna sitt besta í þessum efnum og ekki óttast það að gera mistök. „Við erum öll að læra, þetta er nýtt í íslenskunni og bara reynum okkar besta“. Tótla segist vera bjartsýnismanneskja að eðlisfari en að hún sé þó með hóflegar væntingar um að allir Íslendingar muni temja sér kynhlutlaust mál. „En hvort að allir muni breyta hvernig þau tala, það efast ég stórlega um. Tungumálið okkar er stöðugt í þróun og mér sýnist það vera að þróast í þessa átt.“ Ísland í dag Hinsegin Íslensk tunga Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Þó þróunin hafi verið hröð að undanförnu eru margir tvístígandi yfir þessum breytingum, telja þær jafnvel óþarfar og tengja þessar breytingar við pólitískan rétttrúnað. Höskuldur Þráinsson prófessor emeritus í íslensku nútímamáli sagði í viðtali við Ísland í dag að það sé ekki einfalt verk að gera íslenskuna kynhlutlausa og að vert sé að velta því fyrir sér hvort eitthvert gagn sé af því að venja sig á að segja „öll velkomin“ ef karlkynið er út um allt í tungumálinu í almennri hlutlausri merkingu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um íslenskt mál og má sjá innslagið hér að ofan. „Þetta er ekki eins einfalt og stundum er látið í veðri vaka, þetta er alls staðar í tungumálinu, þessi notkun karlkynsins,“ segir Höskuldur. Hann segir eitt af einkennum íslenskunnar vera að málfræðilegt karlkyn sé notað í kynhlutlausri merkingu og að málfræðilega sé tungumálið frekar karlkyns-lægt en að samfélagið sé karlægt. Konur eru vissulega konum bestar. En smá pæling - þó setningin sé „enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta” var þá ekki hægt að gera hana meira aðgengilega fyrir fleiri með t.d „öll” því það hefur sýnt sig að hvernig við notum tungumálið skiptir máli ❤️— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) September 25, 2022 Upp á síðkastið hefur borið meira á því að kynhlutlaust mál sé notað, til dæmis í auglýsingum, í þingsal, á samfélagsmiðlum og fleira. Höskuldur segir að umræðan á samfélagsmiðlum geti verið einsleit og öfgakennd hvað þetta varðar og að hann hafi tekið eftir því að sumir ráðamenn þori ekki að segja „allir velkomnir“ af hræðslu við að almenningur telji þá vera á móti jafnrétti. Erfitt að breyta tungumálinu með handafli Höskuldur segir að það sé flókið að breyta einhverju sem er partur af kerfinu en að þó sé ýmislegt í málnotkun sem hægt er að breyta og að einfalt sé að skipta út einstökum orðum. Þó geti reynst erfitt að afmá karlkynið úr tungumálinu og að máltilfinning okkar vefjist fyrir. „Það er mjög erfitt að breyta þessu með handafli eins og stundum er sagt vegna þess að hinn venjulegi málnotandi, og meira að segja málfræðingar líka, vita ekki alveg hvar þetta kemur fram,“ segir hann og bætir við að taka þurfi máltilfinninguna úr sambandi til þess að skipta út karlkyni fyrir hvorugkyn. Hann segir að margir málfræðingar séu þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að segja „öll“ því „allir“ hafi almenna kynhlutlausa merkingu. Þriðja kynskráningin hraðar þróun tungumálsins Þjóðskrá opnaði fyrir möguleikann á skráningunni „kynsegin/annað“ í byrjun árs 2021 en kveðið var á um heimild til hlutlausrar skráningar kyns með lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi 6. júlí 2019. Tótla Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir að í kjölfarið á þriðju kynskráningunni hafi umræðan um kynhlutlaust mál orðið háværari. „Þegar þú ert stöðugt að rekast á það í samfélaginu að það er ekki gert ráð fyrir þér, að þú tilheyrir ekki í samfélaginu þá verður það sárt,“ segir hún um upplifun kynsegin einstaklinga af tungumálinu. Tótla segir að þau skynji það að fleiri séu farnir að leggja sig fram við að nota kynhlutlaust mál og að málvenjur séu smám saman að breytast. Hún segir að hugsunarleysi hjá fólki ráði oft för og að fólk átti sig ekki á því að það séu fleiri hópar. HALLÓ hvað fer í taugarnar á mér að heyra "allir velkomnir" í útvarpinu. Af hverju eru ÖLL ekki bara velkomin? er það sársaukafullt?— Vala ☕️ (@valawaldorf) May 12, 2022 ég hef reynt að venja mig á þá málvenju að vísa til hvoukyns ft. þegar ég ávarpa hóp fólks af fleiri en einu kyni:Mörg segja-í stað margir segjaeru ekki öll hress? -í stað allir hressirosfrvfinnst það að mestu leiti ganga upp og tilgerðarlaust— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) July 24, 2022 Rétta leiðin ekki að skamma fólk Að sögn Tótlu er árangursríkast að knýja fram breytingar með samtölum og að öfgar í umræðunni þjóni ekki tilgangi. „Við erum alltaf að tala um að það við viljum samtöl um hlutina og ég held að það sé alltaf árangursríkasta leiðin, frekar heldur en að skamma fólk,“ segir Tótla. Þá sé mikilvægt að reyna sitt besta í þessum efnum og ekki óttast það að gera mistök. „Við erum öll að læra, þetta er nýtt í íslenskunni og bara reynum okkar besta“. Tótla segist vera bjartsýnismanneskja að eðlisfari en að hún sé þó með hóflegar væntingar um að allir Íslendingar muni temja sér kynhlutlaust mál. „En hvort að allir muni breyta hvernig þau tala, það efast ég stórlega um. Tungumálið okkar er stöðugt í þróun og mér sýnist það vera að þróast í þessa átt.“
Ísland í dag Hinsegin Íslensk tunga Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög