Þar á meðal verða tveir leikir á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta og verða þeir báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klukkan 18:05 tekur Breiðablik á móti Grindavík og klukkan 20:05 taka Haukar á móti Keflavík í aldjörum toppslag deildarinnar.
Klukkan 19:30 hefst svo bein útsending frá vináttulandsleik Albaníu og Ítalíu á Stöð 2 Sport 3 og á sama tíma tekur Salford á móti Peterborough í fyrstu umferð FA-bikarsins á Stöð 2 Sport 2.
Þá verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað á Stöð 2 eSport með sinn vikulega þátt klukkan 21:00.