Hvað svo? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. nóvember 2022 16:30 Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar