Logi Geirs valdi íslenska landsliðshópinn fyrir HM: „Spennandi tímar fram undan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 11:30 Logi Geirsson var í stuði í Seinni bylgjunni í gær. S2 Sport Seinni bylgjan var á dagskránni í gær og þar var ekki bara fjallað um Olís deild karla í handbolta. Það styttist í heimsmeistaramótið 2023 þar sem íslenska landsliðið ætlar sér stóra hluti. Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira