Engin ástæða til gífuryrða strax Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 19:31 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax. VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Sjá meira
VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49
Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42