Skrifar martraðabækur og sækir innblástur úr kennslustofunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 14:31 Rakel Þórhallsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ætli ég hafi ekki alltaf vitað það svona innst inni,“ segir barnabókahöfundurinn Rakel. Hún var að gefa út bókina Martröð á netinu. Bókin er framhald af bók hennar, Martröð í Hafnarfirði. „Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum. Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
„Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum.
Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira