Fjöldi umsókna vegna lýtaaðgerða hefur tæplega þrefaldast Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2022 17:59 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Sigurjón Umsvif Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist mikið frá árinu 2018. Til að mynda gerðu þær í fyrra tæplega þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018. Þá hefur umsóknum vegna lýtaaðgerða fjölgað um 184 prósent og umsóknum vegna aðgerða erlendis fjölgað um 269 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira