Heppni að rjúpnaskytta slasaðist ekki degi fyrr Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 14:00 Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir það vera gífurlega mikilvægt að tryggja fjarskiptainnviði landsins. Vísir/Vilhelm Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni. Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni.
Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01