Gladbach í Evrópubaráttu eftir sigur á Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 22:00 Gladbach vann öruggan sigur í kvöld. Christof Koepsel/Getty Images Borussia Mönchengladbach vann 4-2 sigur á Borussia Dortmund í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni. Sigur kvöldsins þýðir að Gladbach er komið í Evrópubaráttuna en toppbaráttan í Þýskalandi er æsispennandi. Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira
Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira