Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Bjarni Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 20:01 Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fjarskipti Skagaströnd Skagabyggð Vinstri græn Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar