Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2022 16:41 Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi - lífeyrissjóði, svarar fyrir samvinnu lífeyrissjóðanna. Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ríkið hafi ákveðið að grípa til aðgerða vegna stöðu sjóðsins, en stærstu eigendur skuldabréfa útgefnum af sjóðnum eru lífeyrissjóðir. Telja forsvarsmenn sjóðanna rétt að vinna saman í greiningu á stöðu sjóðanna vegna þessa. Hver og einn sjóður muni þó að endingu taka sjálfstæða ákvörðun um málið. Þetta kom fram á fjölmennum upplýsingafundi sem flestir lífeyrissjóðir landsins mættu til í dag. „Eins og fram hefur komið hefur fjármálaráðherra lýst yfir að ríkið ætli að grípa til aðgerða vegna stöðu sjóðsins og að þrír kostir væru fyrir hendi. Í fyrsta lagi að halda áfram að leggja ÍL-sjóðnum til fjármuni, sem fjármálaráðherra telur ekki koma til greina. Í öðru lagi að knýja sjóðinn í gjaldþrot með sérstakri lagasetningu, til að losna undan ríkisábyrgð. Í þriðja lagi að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, sem að stærstum hluta eru lífeyrissjóðir, um uppgjör,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að á fundinum í dag hafi komið fram að einhugur væri um samstarf vegna greiningu stöðunnar vegna þessa máls, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska sjóðfélaga. „Þegar hefur verið gengið frá ráðningu lögfræðistofunnar Logos sem lögfræðilegs ráðgjafa lífeyrissjóðanna, unnið er að því að greina lögfræðileg álitamál, hagsmuni sjóðanna – og þar með almennings í landinu – og frekari framgangi málsins. Þá hafa fjárhagslegir ráðgjafar jafnframt verið ráðnir.“ Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi - lífeyrissjóði, svarar fyrir samvinnu lífeyrissjóðanna. ÍL-sjóður Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans. 9. nóvember 2022 18:01 Birta gæti þurft að taka á sig sex milljarða högg við virðislækkun íbúðabréfa Birta gæti orðið fyrir um sex milljarða króna tapi að núvirði ef lífeyrissjóðurinn þarf að færa niður verðmæti íbúðabréfa við tryggingafræðilegt endurmat á eignum sínum vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa um uppgreiðslu bréfanna. 6. nóvember 2022 15:11 Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis. 2. nóvember 2022 13:00 Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ríkið hafi ákveðið að grípa til aðgerða vegna stöðu sjóðsins, en stærstu eigendur skuldabréfa útgefnum af sjóðnum eru lífeyrissjóðir. Telja forsvarsmenn sjóðanna rétt að vinna saman í greiningu á stöðu sjóðanna vegna þessa. Hver og einn sjóður muni þó að endingu taka sjálfstæða ákvörðun um málið. Þetta kom fram á fjölmennum upplýsingafundi sem flestir lífeyrissjóðir landsins mættu til í dag. „Eins og fram hefur komið hefur fjármálaráðherra lýst yfir að ríkið ætli að grípa til aðgerða vegna stöðu sjóðsins og að þrír kostir væru fyrir hendi. Í fyrsta lagi að halda áfram að leggja ÍL-sjóðnum til fjármuni, sem fjármálaráðherra telur ekki koma til greina. Í öðru lagi að knýja sjóðinn í gjaldþrot með sérstakri lagasetningu, til að losna undan ríkisábyrgð. Í þriðja lagi að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, sem að stærstum hluta eru lífeyrissjóðir, um uppgjör,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að á fundinum í dag hafi komið fram að einhugur væri um samstarf vegna greiningu stöðunnar vegna þessa máls, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska sjóðfélaga. „Þegar hefur verið gengið frá ráðningu lögfræðistofunnar Logos sem lögfræðilegs ráðgjafa lífeyrissjóðanna, unnið er að því að greina lögfræðileg álitamál, hagsmuni sjóðanna – og þar með almennings í landinu – og frekari framgangi málsins. Þá hafa fjárhagslegir ráðgjafar jafnframt verið ráðnir.“ Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi - lífeyrissjóði, svarar fyrir samvinnu lífeyrissjóðanna.
ÍL-sjóður Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans. 9. nóvember 2022 18:01 Birta gæti þurft að taka á sig sex milljarða högg við virðislækkun íbúðabréfa Birta gæti orðið fyrir um sex milljarða króna tapi að núvirði ef lífeyrissjóðurinn þarf að færa niður verðmæti íbúðabréfa við tryggingafræðilegt endurmat á eignum sínum vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa um uppgreiðslu bréfanna. 6. nóvember 2022 15:11 Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis. 2. nóvember 2022 13:00 Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans. 9. nóvember 2022 18:01
Birta gæti þurft að taka á sig sex milljarða högg við virðislækkun íbúðabréfa Birta gæti orðið fyrir um sex milljarða króna tapi að núvirði ef lífeyrissjóðurinn þarf að færa niður verðmæti íbúðabréfa við tryggingafræðilegt endurmat á eignum sínum vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa um uppgreiðslu bréfanna. 6. nóvember 2022 15:11
Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis. 2. nóvember 2022 13:00
Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. 27. október 2022 14:37