Íslandsvinur kallar sig nú Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2022 18:33 Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson er nýtt nafn, allavega á samfélagsmiðlum, listamannsins sem var áður þekktur sem Rainn Wilson. Amanda Edwards/Getty Images Íslandsvinurinn og gamanleikarinn Rainn Wilson tilkynnti í gær að hann hefði breytt nafni sínu í Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson á helstu samfélagsmiðlum. Það gerði hann í nafni baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Wilson er meðlimur samtakanna Arctic Basecamp, sem vinna að því að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurheimskautið og afleiddar afleiðingar þeirra. Vísir fjallaði nýverið um samtökin þegar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, gisti í tjaldi fyrir utan Hörpu á vegum samtakanna. Wilson, eða Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson líkt og hann kallar sig nú, segir að með því að breyta nafni sínu ætli hann að vekja athygli á loftslagsvánni og þeirri hættu sem bráðnun Norðurheimskautsins veldur um allan heim. Hann tilkynnti nafnbreytinguna í myndskeiði á Twitter. Hann hefur þó ekki getað breytt nafni sínu á þeim miðli vegna nýrra reglna eftir að Elon Musk tók við völdum þar á bæ. Join me @ @ArcticBasecamp in bringing attention to the melting issue. We need world leaders to take action at COP 27!The Arctic is melting at Millions of Liters per second, yet this problem can t seem to make a name for itself, so we ll make a name for it.Go to link in bio pic.twitter.com/TgEG84fOmQ— RainnWilson (@rainnwilson) November 9, 2022 Nýja nafnið mætti þýða á íslensku sem Rigning Hitabylgja Hækkandi Sjávarstaða Wilson, en það eru allt afleiðingar hækkandi hitastigs í heiminum. Fyrir utan Wilson, auðvitað. Þá leggur hann til að fleiri stjörnur breyti nöfnum sínum og stingur meðal annars upp á nöfnunum Cardi The Arctic B Melting, Harrison Why Not Drive An Electric? Ford og Leonardo Di-Polar Ice Caprio Are Melting. Rainnfall hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, meðal annars til þess að leika í Ráðherranum, og telst því til svokallaðra Íslandsvina. Þó fór hann heldur ófögrum orðum um landið á Instagram í sumar. Loftslagsmál Bíó og sjónvarp Norðurslóðir Tengdar fréttir Þekktur bandarískur gamanleikari í Ráðherranum 15. maí 2019 11:32 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Wilson er meðlimur samtakanna Arctic Basecamp, sem vinna að því að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurheimskautið og afleiddar afleiðingar þeirra. Vísir fjallaði nýverið um samtökin þegar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, gisti í tjaldi fyrir utan Hörpu á vegum samtakanna. Wilson, eða Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson líkt og hann kallar sig nú, segir að með því að breyta nafni sínu ætli hann að vekja athygli á loftslagsvánni og þeirri hættu sem bráðnun Norðurheimskautsins veldur um allan heim. Hann tilkynnti nafnbreytinguna í myndskeiði á Twitter. Hann hefur þó ekki getað breytt nafni sínu á þeim miðli vegna nýrra reglna eftir að Elon Musk tók við völdum þar á bæ. Join me @ @ArcticBasecamp in bringing attention to the melting issue. We need world leaders to take action at COP 27!The Arctic is melting at Millions of Liters per second, yet this problem can t seem to make a name for itself, so we ll make a name for it.Go to link in bio pic.twitter.com/TgEG84fOmQ— RainnWilson (@rainnwilson) November 9, 2022 Nýja nafnið mætti þýða á íslensku sem Rigning Hitabylgja Hækkandi Sjávarstaða Wilson, en það eru allt afleiðingar hækkandi hitastigs í heiminum. Fyrir utan Wilson, auðvitað. Þá leggur hann til að fleiri stjörnur breyti nöfnum sínum og stingur meðal annars upp á nöfnunum Cardi The Arctic B Melting, Harrison Why Not Drive An Electric? Ford og Leonardo Di-Polar Ice Caprio Are Melting. Rainnfall hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, meðal annars til þess að leika í Ráðherranum, og telst því til svokallaðra Íslandsvina. Þó fór hann heldur ófögrum orðum um landið á Instagram í sumar.
Loftslagsmál Bíó og sjónvarp Norðurslóðir Tengdar fréttir Þekktur bandarískur gamanleikari í Ráðherranum 15. maí 2019 11:32 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira