Kynmisræmi er ekki sjúkdómur Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 10. nóvember 2022 11:31 Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun