Hafa áhyggjur af frumvarpi um aukna lausasölu lyfja og benda meðal annars á tíðni parasetamóleitrana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:11 Svíar hafa bannað lausasölu parasetamóls. Parasetamóleitranir eru algengasta ástæða bráðrar lifrarbilunar á Vesturlöndum en 542 slíkar eitranir áttu sér stað á Íslandi á árunum 2010 til 2017. Algengasta orsök eitrana eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna með lyfinu en fylgni er milli aðgengis að lyfinu og aukinnar tíðni sjálfsvígstilrauna. Þetta kemur fram í umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp sem kveður á um breytingar á sölu lausasölulyfja. Eins og sakir standa hefur Lyfjastofnun heimild til að veita almennum verslunum á svæðum þar sem ekki eru starfræktar lyfjaverslanir undanþágu til að selja lyf. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að ef frumvarpið yrði samþykkt neyddist stofnunin til að endurskoða áhættumat sitt á þeim lyfjum sem stofnunin telur að sé óhætt að selja í almennum verslunum, meðal annars með tilliti til dæmisins hér fyrir ofan. „Þann 1. nóvember 2015 bönnuðu Svíar lausasölu parasetamóls taflna í almennum verslunum vegna gríðarlegrar aukningar á parasetamóleitrunum og að lyfið tengdist sjálfsvígstilraunum ungra stúlkna. Talið var að aukið aðgengi lyfjanna í almennum verslunum hefði orsakað aukninguna,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að með samþykkt frumvarpsins sé fyrirsjáanlegt að þjónustustigið úti á landi muni skerðast. „Þetta getur veikt þá lyfjafræðilegu þjónustu sem til staðar er úti á landi þar sem veltan mun minnka hjá þeim lyfjabúðum og lyfjaútibúum sem fyrir eru,“ segir í umsögninni en á landsbyggðinni séu reknar 25 lyfjaverslanir og 27 lyfjaútibú. Ljóst sé að eftirliti Lyfjastofnunar með almennum verslunum séu takmörk sett. Lyfjastofnun telji að aðgengi að sölustöðum lyfja í þéttbýli sé fullnægjandi og að frekari útvíkkun á ákvæði lyfjalaga um sölu lyfja í almennum verslunum kunni að leiða til skerðingar á faglegri þjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Algengasta orsök eitrana eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna með lyfinu en fylgni er milli aðgengis að lyfinu og aukinnar tíðni sjálfsvígstilrauna. Þetta kemur fram í umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp sem kveður á um breytingar á sölu lausasölulyfja. Eins og sakir standa hefur Lyfjastofnun heimild til að veita almennum verslunum á svæðum þar sem ekki eru starfræktar lyfjaverslanir undanþágu til að selja lyf. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að ef frumvarpið yrði samþykkt neyddist stofnunin til að endurskoða áhættumat sitt á þeim lyfjum sem stofnunin telur að sé óhætt að selja í almennum verslunum, meðal annars með tilliti til dæmisins hér fyrir ofan. „Þann 1. nóvember 2015 bönnuðu Svíar lausasölu parasetamóls taflna í almennum verslunum vegna gríðarlegrar aukningar á parasetamóleitrunum og að lyfið tengdist sjálfsvígstilraunum ungra stúlkna. Talið var að aukið aðgengi lyfjanna í almennum verslunum hefði orsakað aukninguna,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að með samþykkt frumvarpsins sé fyrirsjáanlegt að þjónustustigið úti á landi muni skerðast. „Þetta getur veikt þá lyfjafræðilegu þjónustu sem til staðar er úti á landi þar sem veltan mun minnka hjá þeim lyfjabúðum og lyfjaútibúum sem fyrir eru,“ segir í umsögninni en á landsbyggðinni séu reknar 25 lyfjaverslanir og 27 lyfjaútibú. Ljóst sé að eftirliti Lyfjastofnunar með almennum verslunum séu takmörk sett. Lyfjastofnun telji að aðgengi að sölustöðum lyfja í þéttbýli sé fullnægjandi og að frekari útvíkkun á ákvæði lyfjalaga um sölu lyfja í almennum verslunum kunni að leiða til skerðingar á faglegri þjónustu á landsbyggðinni.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira