Biden hrósaði varnarsigri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 22:44 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna var nokkuð brattur í kvöld. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira