Falin skólagjöld Háskóla Íslands Rebekka Karlsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 09:00 Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun