Málþingið hófst í morgun og hefur staðið yfir í allan dag. Málþinginu hefur verið streymt beint á Vísi. Þegar fólkið lét til sín heyra stóðu yfir pallborðsumræður.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Guðríður Bolladóttir umboðsmaður barna og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fóru yfir málin. Fólk úr ýmsum áttum sat úti í sal.
Mótmælendur voru með gjallarhorn til að til þeirra heyrðust. Kölluð þeir „Refugees are welcome here“ og „brottvísanir eru ofbeldi“. Nokkur hluti fólks í salnum klappaði fyrir framtaki hópsins. Lögreglumenn á svæðinu vísuðu fólkinu úr sal.