Guðrún Veiga snúin aftur: „Fótunum var kippt undan manni á núll einni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:11 Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram eftir þriggja vikna fjarveru. Vísir/Daníel Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram, mörgum til mikillar gleði en hún lenti í þeirri leiðinlegu reynslu fyrir rúmum þremur vikum að aðgangur hennar á Instagram og Facebook var hakkaður og hún læst úti. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram. Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram.
Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira