Segir samfélagsmiðla vera að gera út af við okkur: „Krakkarnir eins og „zombies““ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:02 Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari hefur miklar skoðanir á snjalltækjum og samfélagsmiðlanotkun barna. Þorgrímur Þráinsson hefur sterka skoðun á notkun samfélagsmiðla sem hann segir vera að gera út af við samfélagið. Í fyrirlestrum sínum í grunnskólum landsins segist hann sjá mikinn mun á þeim skólum sem leyfa síma miðað við þá skóla sem eru símalausir. Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira