Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. nóvember 2022 22:23 Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira