Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2022 19:20 Kvenleiðtogar frá um hundrað löndum sækja Leiðtogaþing kvenna í Hörpu í dag og á morgun. Stöð 2/Dúi Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. Þetta er í fimmta sinn sem heimsþing kvenleiðtoga er haldið í Hörpu í Reykjavík. Það verður að segjast eins og er andrúmsloftið á þinginu er allt annað en flestum ráðstefnum í Hörpu. Þar eru sófar, stólar, blóm og aðar skreytingar. Allt útlit hannað af Dögg Thomsen. Mjög afslappandi andrúmsloft. Það sama á við um þingsalinn þar sem frummælendur um öll helstu málefni töluðu til þinggesta á sviði í miðjum sal Silfurbergs. Á þinginu er snert á flestum meginmálum mannkynsins. Ísland kemur best út þegar spurt er um almennt viðhorf fólks til kvenleiðtoga.Grafík/Sara Christy Tanner fyrrverandi ritstjóri frétta hjá CBS í Bandaríkjunum rekur nú eigið ráðgjafafyrirtæki fyrir fjölmiðla og hefur verið samstarfsaðili heimsþingsins frá upphafi. Christy Tanner fjölmiðlaráðgjafi hefur verið samstarfsaðili kvenleiðtogaþingsins frá upphafi og sat um tíma í stjórn þess.Stöð 2/Dúi Hún segir að fyrir hvert þing væri farið yfir alþjóðlega könnun Kantar Public á viðhorfi almennings til kvenleiðtoga á mörgum sviðum samfélagsins og komi Ísland yfirleitt vel út úr þeim könnunum. Þrátt fyrir það telja aðeins 33 prósent kvenna á Íslandi að jafnrétti kynjanna hafi verið náð en 66 prósent karla. „Niðurstöðurnar á fyrsta árinu voru að jafnaði ekki góðar þótt Ísland væri númer eitt varðandi jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga. Á undanförnum fimm árum höfum við ekki séð neinar breytingar og það er virkilega svekkjandi,“ segir Tanner. Þótt Ísland teljist hafa náð langt í jafnrétti kynjanna telja aðeins 33 prósent kvenna a´Íslandi að jafnrétti hafi að fullu verið náð. Hins vegar telja 66 prósent íslenskra karla að jafnrétti hafi verið náð.Grafík/Sara Leiðtogaþingið í Hörpu sé því mjög mikilvægur vettvangur til að deila reynslu, hugmyndum og til að efla konur í leiðtogastöðum. „Ég held að það sé mikilvægt að við gefum okkur tíma og rými til að ræða sum þeirra mála sem hafa áhrif á okkur allar sem kvenleiðtoga, ekki bara á milli atvinnugreina, stjórnsýslu, viðskipta, akademíunnar og fjölmiðla, heldur einnig á milli landa. Eitt af því dásamlega við þennan vettvang er að við fáum hnattræna heildarsýn,“ segir Tanner. Tetyana Tsyba þingkona frá Úkraínu segir umheiminn sennilega eiga erfitt með að ímynda sér afleiðingar hryðjuverkastríðs Rússa gegn Úkraínu.Stöð 2/Dúi En um fimm hundruð konur frá um 100 löndum sækja þingið. Þeirra á meðal eru tvær þingkonur frá Úkraínu. Önnur þeirra er Tetyana Tsyba úr flokki Úkraínuforseta og hefur hún unnið náið með honum. Hún segir mikilvægt að umheimurinn skilji umfang hryðjuverkastríðs Rússa. „Það er alveg hræðilegt fyrir konur, börn og karla, fyrir alla. Ef satt skal segja er það hræðilegt fyrir allan heiminn. En kannski skilur umheimurinn það ekki eins og við," segir Tsyba. Þannig væri öll kennsla og heilbrigðisþjónusta í landinu í raun í rúst. Staðan versni dag frá degi með skorti á rafmagni og vatni eftir árásir Rússa. „Það eru mikil vandamál hvað varðar heilbrigðisþjónustu því sjúkrahúsin okkar hafa verið sprengd. Um það bil 900 spítalar hafa verið sprengdir og um það bil 3.000 skólar og leikskólar hafa verið sprengdir," segir Tetyana Tsyba. Jafnréttismál Harpa Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þetta er í fimmta sinn sem heimsþing kvenleiðtoga er haldið í Hörpu í Reykjavík. Það verður að segjast eins og er andrúmsloftið á þinginu er allt annað en flestum ráðstefnum í Hörpu. Þar eru sófar, stólar, blóm og aðar skreytingar. Allt útlit hannað af Dögg Thomsen. Mjög afslappandi andrúmsloft. Það sama á við um þingsalinn þar sem frummælendur um öll helstu málefni töluðu til þinggesta á sviði í miðjum sal Silfurbergs. Á þinginu er snert á flestum meginmálum mannkynsins. Ísland kemur best út þegar spurt er um almennt viðhorf fólks til kvenleiðtoga.Grafík/Sara Christy Tanner fyrrverandi ritstjóri frétta hjá CBS í Bandaríkjunum rekur nú eigið ráðgjafafyrirtæki fyrir fjölmiðla og hefur verið samstarfsaðili heimsþingsins frá upphafi. Christy Tanner fjölmiðlaráðgjafi hefur verið samstarfsaðili kvenleiðtogaþingsins frá upphafi og sat um tíma í stjórn þess.Stöð 2/Dúi Hún segir að fyrir hvert þing væri farið yfir alþjóðlega könnun Kantar Public á viðhorfi almennings til kvenleiðtoga á mörgum sviðum samfélagsins og komi Ísland yfirleitt vel út úr þeim könnunum. Þrátt fyrir það telja aðeins 33 prósent kvenna á Íslandi að jafnrétti kynjanna hafi verið náð en 66 prósent karla. „Niðurstöðurnar á fyrsta árinu voru að jafnaði ekki góðar þótt Ísland væri númer eitt varðandi jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga. Á undanförnum fimm árum höfum við ekki séð neinar breytingar og það er virkilega svekkjandi,“ segir Tanner. Þótt Ísland teljist hafa náð langt í jafnrétti kynjanna telja aðeins 33 prósent kvenna a´Íslandi að jafnrétti hafi að fullu verið náð. Hins vegar telja 66 prósent íslenskra karla að jafnrétti hafi verið náð.Grafík/Sara Leiðtogaþingið í Hörpu sé því mjög mikilvægur vettvangur til að deila reynslu, hugmyndum og til að efla konur í leiðtogastöðum. „Ég held að það sé mikilvægt að við gefum okkur tíma og rými til að ræða sum þeirra mála sem hafa áhrif á okkur allar sem kvenleiðtoga, ekki bara á milli atvinnugreina, stjórnsýslu, viðskipta, akademíunnar og fjölmiðla, heldur einnig á milli landa. Eitt af því dásamlega við þennan vettvang er að við fáum hnattræna heildarsýn,“ segir Tanner. Tetyana Tsyba þingkona frá Úkraínu segir umheiminn sennilega eiga erfitt með að ímynda sér afleiðingar hryðjuverkastríðs Rússa gegn Úkraínu.Stöð 2/Dúi En um fimm hundruð konur frá um 100 löndum sækja þingið. Þeirra á meðal eru tvær þingkonur frá Úkraínu. Önnur þeirra er Tetyana Tsyba úr flokki Úkraínuforseta og hefur hún unnið náið með honum. Hún segir mikilvægt að umheimurinn skilji umfang hryðjuverkastríðs Rússa. „Það er alveg hræðilegt fyrir konur, börn og karla, fyrir alla. Ef satt skal segja er það hræðilegt fyrir allan heiminn. En kannski skilur umheimurinn það ekki eins og við," segir Tsyba. Þannig væri öll kennsla og heilbrigðisþjónusta í landinu í raun í rúst. Staðan versni dag frá degi með skorti á rafmagni og vatni eftir árásir Rússa. „Það eru mikil vandamál hvað varðar heilbrigðisþjónustu því sjúkrahúsin okkar hafa verið sprengd. Um það bil 900 spítalar hafa verið sprengdir og um það bil 3.000 skólar og leikskólar hafa verið sprengdir," segir Tetyana Tsyba.
Jafnréttismál Harpa Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29
Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45