Við hefjum einmitt leik í ítalska boltanum, enda eru fjórir leikir á dagskrá. Klukkan 17:20 taka Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce á móti Atalanta á Stöð 2 Sport 2 og á Stöð 2 Sport 3 eigast Sassuolo og Roma við.
Klukkan 19:35 er svo komið að viðureign Inter og Bologna á Stöð 2 Sport 2 og á Stöð 2 Sport 3 tekur Torino á móti Sampdoria.
Þá eru tveir leikir á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta, en klukkan 18:05 tekur Grindavík á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur í nágrannaslag suður með sjó á Stöð 2 Sport 5. Klukkan 20:05 færum við okkur svo yfir á Hlíðarenda þar sem Valskonur taka á móti Haukum.
Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram og verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 áður en stelpurnar í Babe Patrol verða með sinn vikulega þátt klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport.