„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 11:34 Reiknað er með að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynni um forsetaframboð innan fárra daga. Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, við hlið Trumps á mynd, hefur einnig verið orðaður við framboð. Og í þingkosningunum í dag beinast flestra augu að hinum mönnunum tveimur; John Fetterman og Dr. Oz, sem berjast um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Samsett Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01
Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54