Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn þar sem boðað er til rafræns hluthafafundar þann 1. desember næstkomandi.
Þar segir að tillagan feli jafnframt í sér breytingartillögu á grein 2.1. í samþykktum félagsins, þannig að hlutafé félagsins lækki úr 435.000.000 krónum í 140.000.000 krónur, til samræmis við hlutafjárlækkunina.
Í síðasta mánuði var greint frá því að Origo hafi selt 40 prósenta hlut sinn í Tempo, íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað af starfsfólki TM Software, á 195 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé, jafnvirði um 28 milljarða króna.