Trudeau sakar Kínverja um gróf kosningaafskipti Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 09:48 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er ósáttur við kínversk stjórnvöld. AP/Blair Gable Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sakaði kínversk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu. Ásakanir forsætisráðherrans koma í kjölfar uppljóstrana um að kommúnistastjórnin hafi stutt fjölda frambjóðenda á laun í kosningum árið 2019. Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar. Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar.
Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33