Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2022 21:21 Sævar Hreiðarsson er skógarvörður í Heiðmörk. Fyrir aftan má timburstafla úr skóginum. Arnar Halldórsson Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57
Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54