Stundvísi innanlandsflugs Icelandair 88 prósent í október Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. nóvember 2022 19:11 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair fagnar nýliðnum mánuði. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nýliðnum októbermánuði sýna töluverða farþegaaukningu á milli ára. Auk þess er stundvísi félagsins í innanlandsflugi 88 prósent í mánuðinum sem um ræðir. Heildarfjöldi farþega Icelandair í október jókst um 127 þúsund á milli ára en farþegarnir voru 333 þúsund talsins í ár miðað við 206 þúsund í fyrra. Þá er heildarfjöldi farþega félagsins það sem af er ári kominn yfir þrjár milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Farþegar í millilandaflugi voru nú 307 þúsund miðað við 181 þúsund árið 2021 en af þeim stefndu 133 þúsund til Íslands, 48 þúsund frá Íslandi og voru tengifarþegar 166 þúsund talsins. Eilítil aukning var á farþegafjölda í innanlandsflugi í októbermánuði en hún var 26 þúsund í ár miðað við rúmlega 25 þúsund í fyrra. Stundvísi í innanlandsflugi nam 88 prósentum í október og er á uppleið. Þar að auki var stundvísi í millilandaflugum 80 prósent en ekki eru gefnar upp samanburðartölur frá sama mánuði síðasta árs. Haft er eftir forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni þar sem hann segir leiðakerfi félagsins hafa náð fyrri styrk. „Það er ánægjulegt að sjá að nú í októbermánuði hefur leiðakerfið okkar náð fyrri styrk. Flugframboð var á pari við framboðið á sama tíma 2019 og það sem af er ári höfum við flutt yfir þrjár milljónir farþega. Þá höfum við einnig bætt stundvísi í innanlandsfluginu en eins og fram hefur komið höfum við farið í markvissar aðgerðir til að bæta áreiðanleika og þjónustu í innanlandsflugi að undanförnu,“ sagði Bogi Nils Bogason. Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Heildarfjöldi farþega Icelandair í október jókst um 127 þúsund á milli ára en farþegarnir voru 333 þúsund talsins í ár miðað við 206 þúsund í fyrra. Þá er heildarfjöldi farþega félagsins það sem af er ári kominn yfir þrjár milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Farþegar í millilandaflugi voru nú 307 þúsund miðað við 181 þúsund árið 2021 en af þeim stefndu 133 þúsund til Íslands, 48 þúsund frá Íslandi og voru tengifarþegar 166 þúsund talsins. Eilítil aukning var á farþegafjölda í innanlandsflugi í októbermánuði en hún var 26 þúsund í ár miðað við rúmlega 25 þúsund í fyrra. Stundvísi í innanlandsflugi nam 88 prósentum í október og er á uppleið. Þar að auki var stundvísi í millilandaflugum 80 prósent en ekki eru gefnar upp samanburðartölur frá sama mánuði síðasta árs. Haft er eftir forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni þar sem hann segir leiðakerfi félagsins hafa náð fyrri styrk. „Það er ánægjulegt að sjá að nú í októbermánuði hefur leiðakerfið okkar náð fyrri styrk. Flugframboð var á pari við framboðið á sama tíma 2019 og það sem af er ári höfum við flutt yfir þrjár milljónir farþega. Þá höfum við einnig bætt stundvísi í innanlandsfluginu en eins og fram hefur komið höfum við farið í markvissar aðgerðir til að bæta áreiðanleika og þjónustu í innanlandsflugi að undanförnu,“ sagði Bogi Nils Bogason.
Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37