92 þúsund flugu með Play í október Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Play flutti 91.940 farþega í október og sætanýting var 81,9 prósent. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira